Bókasafn Kópavogs 65 ára

Bókasafn Kópavogs fagnar 65 ára afmæli með kaffi, súkkulaði og sértilboði í safnbúð!

Í tilefni dagsins mun Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, ræða uppáhalds barnabækurnar sínar, hvað var lesið fyrir hann barnungan og hvaða bækur hrifu hann sem ungan dreng og ungling á Amtsbókasafninu á Akureyri.

Að loknu spjalli Ármanns hefst leiðsögn Guðfinnu Mjallar Magnúsdóttur hönnuðar um sýninguna Áhrifavaldar æskunnar þar sem barnabókum síðustu 100 ára er stillt upp. Viðburðurinn hefst klukkan 12.15.