Fjölskyldustund á aðalsafni – Kóder námskeið

Laugardaginn 27. janúar kl. 11:30 – 13:00 mun Bókasafn Kópavogs í samstarfi við Kóder bjóða upp á Hopscotch námskeið fyrir krakka á aldrinum 6 til  12 ára.

Hopscotch er einfalt forrit fyrir iPad sem  hjálpar krökkum að læra forritun með því að kynna fyrir þeim grunnhugtök forritunar gegnum kubbaforritun.

Námskeiðið er ókeypis og tölvubúnaður er á staðnum, gott er að hafa með sér iPad að heiman en það er ekki nauðsynlegt.

 

Nánari upplýsingar veitir Bylgja Júlíusdóttir, bylgjaj@kopavogur.is