Fjölskyldustund á aðalsafni – Lesið fyrir hunda

Laugardaginn 3. febrúar kl. 11:30-12:30 býður Bókasafn Kópavogs ásamt Vigdísi, vinum gæludýra á Íslandi, börnum að lesa fyrir hunda sem hafa fengið sérstaka þjálfun í að hlusta á börn lesa.

Sex börn komast að hverju sinni því er nauðsynlegt að skrá sig á bylgjaj@kopavogur.is

Viðburðurinn er liður í Fjölskyldustundum Menningarhúsanna í Kópavogi sem fara fram á hverjum laugardegi.

Nánari upplýsingar veitir Bylgja Júlíusdóttir  bylgjaj@kopavogur.is