Fjölskyldustund á aðalsafni – Ljóðasmiðja í léttum dúr

Á fyrsta degi ljóðahátíðarinnar Daga ljóðsins í Kópavogi býður Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson upp á ljóðasmiðju fyrir börn á aldrinum 8-12 ára.
Smiðjan er innblásin af nýútkominni bók Aðalsteins, Kvæðinu um Krummaling.
Þátttakendur eru kynntir fyrir helstu verkfærum ljóðlistarinnar í formi bæði leikja og æfinga og fá innsýn inn í það hvernig má sveigja tungumálið að vilja sínum og magna upp seið með orðum.

Ljóðasmiðjan er liður í fjölskyldustundum Menningarhúsanna í Kópavogi. Áhugasamir eru hvattir til þess að skrá sig á menningarhusin@kopavogur.is

 

Nánari upplýsingar veitir Arndís Þórarinsdóttir arndisth@kopavogur.is