Gestir frá Rússlandi

Góðir gestir komu á Bókasafn Kópavogs í síðustu viku. Sópransöngkonan Alexandra Chernyshova er búsett á Íslandi og kom í félagi við tvo starfsmenn af bókasöfnum Pétursborgar, en þær heita  Natalia Fedosejeva og Anna Vasenina. Tilgangur heimsóknarinnar var að kynna fyrir starfsfólki menningarhúsa Kópavogs og nágrannasveitarfélaga verkefnið „Bók, börn og klassísk tónlist,” en þær telja að bóklestur og tónlist geti átt farsæla sambúð á bókasöfnum.

Mörg spennandi og skemmtileg verkefni eru í gangi fyrir börn og fullorðna á bókasöfnunum í Pétursborg og urðu umræður fjörlegar um starfsemi bókasafna á Íslandi og í Rússlandi. Allir vinna að sömu markmiðum en það er hollt og skemmtilegt að skiptast á hugmyndum.

Við þökkum Alexöndru, Nataliu og Önnu kærlega fyrir komuna!