Hannyrðaklúbburinn Kaðlín – Námskeið í mósaíkhekli

Miðvikudaginn 28. febrúar kl. 14:00 mun Tinna Þórudóttir Þorvaldar, höfundur heklbókanna Þóra, María og Havana koma á fund Hannyrðaklúbbsins Kaðlínar og kenna grunn og tækni í mósaikhekli á 1. hæð safnsins.

Námskeiðið er ætlað þeim sem kunna grunntök í hekli. Þátttakendur þurfa að hafa með sér garn, minnst tvo liti og heklunál sem hæfir garninu.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir

 

Nánari upplýsingar veitir  Íris Dögg Sverrisdóttir irisdogg@kopavogur.is