Haustfrí í grunnskólum Kópavogs

Ýmislegt verður um að vera í Menningarhúsum Kópavogs í haustfríi grunnskóla Kópavogs.

26. október verður á Bókasafni Kópavogs aðalsafni meðal annars Star wars bíó og Vísindasmiðja, á Lindasafni verður hægt að koma kl. 14:00 og spila á borðspil.

27. október verða sýndar 2  Star wars myndir kl. 11:00 og kl. 13:00. .

28. október verður Hrekkjavökustuð en þá verður hægt að koma og hlusta á sögustund í myrkri (taka með sér vasaljós) og svo verður grímusmiðja.

Í grímusmiðjunni verður allt efni og leiðbeinandi á staðnum. Dregið verður í Bangsagetrauninni í barnadeildinni kl. 12:00 og á Lindasafni.

 

Nánari upplýsingar veitir Sigrún Guðnadóttir sigrun@kopavogur.is