Heilahristingur – heimanámsaðstoð á aðalsafni

Þó að Kafteinn Ofurbrók og Andrés Önd séu alltaf buxnalausir þá mælum við samt með því að þú mætir í einhverju að neðan þegar þú kemur í Heilahristing á bókasafninu.

Heimanámsaðstoðin verður alla þriðjudaga í vetur frá kl. 14:30-16:30 á aðalsafni.

Heimanámsaðstoðin er samvinnuverkefni  Bókasafns Kópavogs og Kópavogsdeildar Rauða krossins á Íslandi. Nemendur geta komið á aðalsafn á þessum tíma og fengið aðstoð við heimanám hjá kennara sem er á staðnum.

Allir velkomnir og engin mætingarskylda.

Nánari upplýsingar veitir Ágústa Bárðardóttir agustab@kopavogur.is