Menning á miðvikudögum – Matarmenning Íslendinga

Nanna Rögnvaldardóttir matgæðingur og höfundur ræðir um matarvenjur Íslendinga í gegnum tíðina í notalegu umhverfi aðalsafns Bókasafns Kópavogs.

Erindið er liður í dagskránni Menning á miðvikudögum  sem er nýtt samstarfsverkefni Menningarhúsanna í Kópavogi sem hófst í lok september.

Á hverjum miðvikudegi í haust verða stuttir viðburðir í einu Menningarhúsanna og hefjast þeir kl. 12:15.

 

Nánari upplýsingar veitir Ragna Guðmundsdóttir ragnag@kopavogur.is