Myndlistarsýning – Eilífðin og ljósið

7. apríl opnar Margrét Jónsdóttir myndlistarsýningu á fyrstu  hæð Bókasafns Kópavogs aðalsafns.

Þar sýnir Margrét olíumálverk þar sem litir himins og hafs leika listir sínar. Í verkunum reynir hún að fanga dagsbirtuna, bæði sólarupprás og sólarlag, kvöldbirtu og myrkur, árstíðirnar og verðurfar.

Sýningin stendur til 13. apríl.

Nánari upplýsingar veitir Ragna Guðmundsdóttir, ragnag@kopavogur.is