Norræna bókasafnavikan

Norræna bókasafnavikan hefst 13. nóvember og þá verða norrænar bókmenntir og norræn menning í hávegum höfð víða um Norðurlönd. Auk Íslands, Álandseyja, Danmerkur, Finnlands, Færeyja, Grænlands, Noregs og Svíþjóðar taka Eystrasaltslöndin Eistland, Lettland, Litháen og Hvíta-Rússland líka þátt. Norrænt efni verður sem fyrr í öndvegi og í ár er 100 ára afmæli Finnlands sérstaklega minnst.

Í vikulegri sögustund á Lindasafni mánudaginn 13. nóvember verður lesin bókin Pönnukökukóngurinn eftir sænska höfundinn Gerda Ghobé.

Á Degi íslenskrar tungu, 16. nóvember, munu börn frá leikskólanum Kópasteini syngja fyrir gesti á aðalsafni kl. 10:00 og börn frá leikskólanum Urðarhóli syngja kl. 11:00. Ljóðahópur Gjábakka stendur svo fyrir ljóðaupplestri kl. 15:00.

Laugardaginn 19. nóvember verður kvikmyndin sígilda um Emil í Kattholti sýnd í fjölnotasalnum á aðalsafni kl. 11:00.