Rússneska deildin

Laugardaginn 15. maí 2004 var Rússlandsdeild Bókasafns Kópavogs opnuð af sendiherra Rússlands á Íslandi, Alexandr Rannikh.

Nú er kominn vísir að safni bóka á rússnesku og er ætlunin að hafa á boðstólum safnsins úrval bóka fyrir börn og ungmenni sem hafa rússnesku sem móðurmál en hafa sest að á Íslandi. Einnig verða bækur og önnur gögn til afnota fyrir þá sem eru að læra rússnesku eða vilja halda við þekkingu sinni.

Umsjón með rússnesku deildinni sem er í Djúpinu á 1. hæð safnsins hefur Liudmila Moiseeva. Liludmila sér einnig um rússneska sögustund fyrir 3-6 ára börn fyrsta og síðasta laugardag yfir vetrarmánuðina á 3. hæð kl. 14:00.