Safnbúð

Safnbúð Bókasafns Kópavogs er á aðalsafni en þar er hægt að kaupa vandaðar og fallegar gjafavörur. Vörurnar tengjast allar persónum úr barnabókum m.a. leirtau, púsluspil og spil með Múmínálfunum, Línu Langsokk og Barbapabba. Einnig eru taupokarnir okkar vinsælu til sölu í búðinni ásamt taflborði, lesljósum og endurskinsmerkjum.

Nánari upplýsingar um vöruúrval og verð má sjá á Facebook síðu safnsins.

Skilréttur vara

  • Við vöruskil þarf að framvísa kassakvittun. Bókasafnið áskilur sér rétt til að neita móttöku á skilavöru og endurgreiðslu ef kassakvittun er ekki til staðar.
  • Hægt er að skila og skipta vöru svo lengi sem hún er ennþá til sölu í safnbúð bókasafnsins, þó einungis ef varan er heil, ónotuð og ennþá í upprunalegum umbúðum ef það á við.
  • Skilaréttur nær ekki til vöru sem keypt er á tilboði/lækkuðu verði.
  • Við vöruskil fær viðskiptavinur ekki inneignarnótu heldur stendur viðkomandi til boða að fá vöruna endurgreidda eða fá aðra vöru úr safnbúð í staðinn.

safnbudin2016