Safnkostur

Bókasafn Kópavogs leggur metnað sinn í að bjóða upp á fjölbreyttan safnkost sem höfðar til og nýtist börnum, ungu fólki og fullorðnum. Safnið leggur áherslu á að kaupa inn íslenskt efni, skáld- og fræðirit, tónlist, kvikmyndir og fræðimyndir en einnig að fylgjast með og kaupa inn áhugavert efni sem gefið er út erlendis.

Við innkaup er stuðst við aðfangastefnu hverju sinni, en stefnan er endurskoðuð árlega, aðfangastefna 2017-2018

Á Bókasafni Kópavogs má m.a. finna:

  • Skáldrit á íslensku, ensku, dönsku og rússnesku
  • Fræðirit á íslensku og erlendum tungumálum (aðallega ensku)
  • Myndasögur
  • Hljóðbækur
  • Tónlist á geisladiskum
  • Kvikmyndir á mynddiskum (dvd)
  • Tímarit
  • Tungumálanámskeið
  • Tölvuleiki
  • Nótur

Að finna efni

Allt efni á Bókasafni Kópavogs er raðað upp eftir ákveðnum alþjóðlegu kerfi sem heitir, Dewey Decimal Classification (DDC) og er notað á flestum almenningsbókasöfnum á Íslandi. Í Dewey flokkunarkerfinu fá rit svonefnda flokkstölu, sem samanstendur af tölustöfum. Flokkstala er í eðli sínu raðtákn sem segir til um hvar í röð tiltekið rit (t.d. bók) er að finna miðað við önnur rit á bókasafni. Sem dæmi um notkun á flokkstölu má nefna að efni um sérkennslu (special education) hefur flokkstöluna 371.9. Auk flokkstölu (t.d. 371.9) eru rit í bókasöfnum einnig oft einkennd með bókstöfum, svonefndum raðstöfum. Dæmi um raðstafi (sem standa hjá flokkstölu) eru; 371.9 Cou og 371.9 Alt. Flokkstala og raðstafir mynda raðtákn. Dæmi um raðtákn; 371.9 Cou

Hægt er að fletta upp á leitir.is til að athuga hvort tiltekin bók eða rit sé til á Bókasafni Kópavogs. Hér má sjá kennslumyndband um hvernig maður finnur bók á Leitir.is.

Óska má eftir því að efni sem ekki er til á Bókasafni Kópavogs verði keypt inn og er þá best að senda innkaupatillögu. Í henni þarf að koma fram höfundur og titill að viðkomandi efni.