Bækur

Á Bókasafni Kópavogs er lögð áhersla á að bókakostur safnsins þjóni sem breiðustum hópi notenda safnsins.

Á safninu má m.a. finna:

  • Skáldsögur á íslensku og ensku
  • Ævisögur á íslensku
  • Fræðibækur á íslensku, ensku og fleiri málum
  • Handavinnu- og föndurbækur
  • Íslendingasögur og fornrit
  • Ljóðabækur
  • Barnabækur
  • Unglingabækur
  • Fantasíur
  • Teiknimyndasögur

Við val á safngögnum er einkum miðað við að almenningur á öllum aldri eigi greiðan aðgang að vönduðum og fjölbreyttum safnkosti bæði hvað varðar form og innihald og að safnkosturinn uppfylli óskir og þarfir viðskiptavina.

Líkt og með annan safnkost er hægt að fá bækur sendar milli safna Bókasafns Kópavogs.

Hægt er að fletta upp á leitir.is til að athuga hvort tiltekin bók eða rit sé til á Bókasafni Kópavogs. Ef svo er ekki er hægt að senda innkaupatillögu um að efnið verði keypt. Í henni þarf að koma fram höfundur og titill að viðkomandi efni.