Geisladiskar

Geisladiskar eru lánaðir út endurgjaldslaust á Bókasafni Kópavogs. Fyrst og fremst má finna tónlist á geisladiskum þar sem íslenskt efni er mest, en eitthvað er einnig af erlendu efni, bæði popptónlist og klassík. Mesta úrvalið er á 3. hæð á aðalsafni þar sem einnig má finna nótur og bækur um tónlist. Hægt er að hlusta á tónlist í hljómflutningstækjum á hæðinni.

Geisladiskar fyrir börn er að finna í barnadeildum safnsins og er áherslan þar íslensk tónlist.

Líkt og með annan safnkost er hægt að fá geisladiska senda milli safna Bókasafns Kópavogs.

Hægt er að fletta upp á leitir.is til að athuga hvort tiltekin bók eða rit sé til á Bókasafni Kópavogs. Ef svo er ekki er hægt að senda innkaupatillögu um að efnið verði keypt. Í henni þarf að koma fram höfundur og titill að viðkomandi efni.