Mynddiskar (DVD)

Mynddiskar eru lánaðir út endurgjaldslaust á Bókasafni Kópavogs.

Kvikmyndir eru stærstur hluti mynddiska safnsins, íslenskar og enskar.

Á Bókasafni Kópavogs má m.a. finna:

  • Íslenskar kvikmyndir
  • Enskar kvikmyndir
  • Fræðsluefni
  • Tónlist á dvd
  • Klassískt efni
  • Barna- og fjölskyldumyndir
  • Myndir á öðrum tungumálum en ensku

Líkt og með annan safnkost er hægt að fá mynddiska senda milli safna Bókasafns Kópavogs.

Hægt er að fletta upp á leitir.is til að athuga hvort tiltekin bók eða rit sé til á Bókasafni Kópavogs. Ef svo er ekki er hægt að senda innkaupatillögu um að efnið verði keypt. Í henni þarf að koma fram höfundur og titill að viðkomandi efni.