Tímarit

Á Bókasafni Kópavogs er fjölbreytt úrval tímarita en keyptir eru yfir hundrað titlar á safnið. Velflest íslensk útgefin fagtímarit er að finna á safninu, auk valdra erlendra tímarita. Þess utan eru fjöldinn allur af innlendum og erlendum dægurtímaritum keyptur inn sem eru vinsæl hjá lánþegum.

Líkt og með annan safnkost er hægt að fá tímarit send á milli safna Bókasafns Kópavogs.

Hægt er að fletta upp á leitir.is til að athuga hvort tiltekið tímarit sé til á Bókasafni Kópavogs. Ef svo er ekki er hægt að senda innkaupatillögu um að efnið verði keypt. Í henni þarf að koma fram höfundur og titill að viðkomandi efni.

Landsaðgangur – hvar.is

Gott er að benda á landsaðgang að rafrænum gagnasöfnum og tímaritum, hvar.is, sem veitir öllum sem tengjast netinu um íslenskar netveitur aðgang að heildartexta tímaritsgreina úr um 21 þúsund tímaritum og útdráttum greina um 10 þúsund tímarita. Ríflega tvöhundruð aðilar greiða fyrir aðganginn, þar á meðal Bókasafn Kópavogs fyrir hönd Kópavogsbæjar.

Timarit.is

Einnig má benda á timarit.is sem veitir aðgang að milljónum myndaðra blaðsíðna á stafrænu formi af þeim prentaða menningararfi sem varðveittur er í blöðum og tímaritum frá Færeyjum, Grænlandi og Íslandi. Aðgangur er öllum opinn.