Lindasafn

Lindasafn – Lindaskóla
Núpalind 7, 2. hæð
201 Kópavogi
Sími: 441-6900
lindasafn@kopavogur.is

Afgreiðslutími

mánudaga – fimmtudaga kl. 14:00–19:00
föstudaga kl. 14:00–17:00
laugardaga  kl. 11:00–14:00


Skoða stærra kort
Strætisvagnar: Leið 2 nemur staðar á Fífuhvammsvegi v/ Lindir og Leið 28 nemur staðar á Lindarvegi við þjónustukjarna.

Lindasafn er útibú frá Bókasafni Kópavogs. Lindasafn er til húsa að Núpalind 7 og  er rekið í samstarfi við skólasafn Lindaskóla. Lindasafn er staðsett á sama stað, á annarri hæð skólans.

Auk bóka og tímarita eru hljóðbækur, myndbönd, mynddiskar, myndasögur og tungumálanámskeið lánuð út. Dagblöðin eru keypt á safnið og er góð aðstaða til að lesa. Safnkosturinn er nú um 25.000 eintök.

Afgreiðslutími.

Vetur (1. september til 31. maí)

  • mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 14:00–19:00
  • föstudaga kl. 14:00–17:00
  • laugardaga  kl. 11:00–14:00

Sumar (1. júní til 31. ágúst)

  • mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 12:00-18:00
  • föstudaga kl. 12:00-16:00

Sögustundir

Á Lindasafni eru sögustundir fyrir 3-6 ára börn á þriðjudögum kl. 10.00 frá 1. október til 30. apríl.

Í sögustundum er lesið fyrir börnin, þeim sagðar sögur og farið með vísur og þulur. Einnig er spjallað við börnin um lesefnið.

Barnahornið okkar í Lindasafni er staðsett í miðju safni. Það markast af barnabókum sem eru geymdar í lágum bókakössum fyrir börn á aldrinum 0 til 8 ára. Einnig eru þar tímarit eins og Andrés Önd,  Myndasögusyrpan og hasartímarit. Rétt hjá eru hljóðbækur fyrir börn og unglinga.

Barnamyndir eru geymdar hjá öðrum myndum inn á safninu öllum til útláns. Bækur og annað lesefni fyrir eldri börn og unglinga eru að finna innst í safninu. Boðið er upp á ýmislegt barnastarf, svo sem sögustundir fyrir 3-6 ára að vetrinum, sumarlestur á sumrin, bangsadagsgetraun í október og margt fleira sem auglýst er þegar við á.

Starfsmenn:

  • Aðalheiður Erla Jónsdóttir bókavörður adalheidurerla@kopavogur.is
  • Sigrún Guðnadóttir forstöðumaður Lindasafns sigrun@kopavogur.is

Hafa samband við Lindasafn lindasafn@kopavogur.is