Þjónusta

Á Bókasafni Kópavogs er leitast við að veita faglega og góða þjónustu við allra hæfi. Safnið býr yfir góðum safnkosti og býður upp á fjölbreytta þjónustu fyrir alla hópa, börn, unglinga og fullorðna, fyrirtæki og stofnanir.

Sendu okkur tölvupóst eða komdu við á safninu ef þú vilt hafa áhrif á starfsemi safnsins eða koma athugasemdum og ábendingum til okkar.

Hafðu samband

  • Sendu fyrirspurn á netfangið bokasafn@kopavogur.is. Fyrirspurn verður svarað eins fljótt og auðið er innan sólarhrings frá því hún berst.
  • Hringdu í síma 441 6800.
  • Sendu fyrirspurn í gegnum Facebook síðu safnsins, annað hvort á vegginn eða í gegnum skilaboð. Fyrirspurn verður svarað eins fljótt og auðið er á opnunartíma safnsins.