Aðstaða

Kaffikrókur

Kaffikrókur er við tímaritadeild miðsvæðis á 2. hæð á aðalsafni. Heitt kaffi er á könnunni allan daginn og kostar kaffið aðeins 50 kr. Hægt er að kaupa 12 bolla kaffikort á 500 kr.

Lesaðstaða

Stólar og sófar eru á ýmsum stöðum í báðum útibúum Bókasafns Kópavogs. Á 2. og 3. hæð aðalsafns eru lesbásar og góð aðstaða til lestrar. Þó er ekki um sérstök lesherbergi að ræða og því ekki hægt að tryggja algjöra þögn á safninu. á Lindasafni er gott hópvinnuborð miðsvæðis á safninu.

Öllum er velkomið að nota og njóta lesaðstöðunnar á Bókasafni Kópavogs!

Fundarherbergi – Beckmannsstofae

Á 2. hæð aðalsafns er fundar- og vinnuherbergi, Beckmannsstofa, til afnota fyrir einstaklinga og hópa. Hægt er að bóka herbergið allt að 3 klukkustundir á dag og einungis hægt að bóka herbergið viku fram í tímann. Nánari upplýsingar um bókanir má fá á aðalsafni í síma 441 6800.

Fjölnotasalur

Á 1. hæð aðalsafns er fjölnotasalur sem tekur um 60 manns í sæti. Þar er tölva, skjávarpi, sýningartjald, tússtafla, þráðlaus hljóðnemi og hljóðkerfi auk DVD-spilara. Þráðlaust netsamband er í salnum.

Verð á útleigu
Mánudaga til föstudaga
Kl. 09:00-17:00 kr. 2.000 pr. klst.
Mánudaga til fimmtudaga
Kl. 17:00-18:00 kr. 3.000 pr. klst.

Laugardaga
Kl. 11:00-17:00 kr. 3.000 pr. klst.

Lántaki getur keypt kaffi og pappamál en kaffiveitingar þarf hann að koma með sjálfur. Kaffikanna (20 bollar) og pappamál kosta 2.000 kr. Hægt að fá vatnskönnur og pappamál
endurgjaldslaust. ATHUGIÐ: Panta þarf kaffi og vatn með sólarhringsfyrirvara.

Nánari upplýsingar um bókanir og leigu má fá á aðalsafni í síma 441 6800 eða hjá Rögnu Guðmundsdóttur deildarstjóra, ragnag@kopavogur.is eða Brynhildi Jónsdóttur deildarstjóra, brynhildurj@kopavogur.is

Sýningarrými

Safnið býður upp á sýningarrými í fjölnotasal á 1. hæð aðalsafns. Aðstaðan er endurgjaldslaus og stendur hver sýning yfir í einn mánuð. Sjá nánar hér.