Aðstaða

Kaffikrókur

Kaffikrókur er við tímaritadeild miðsvæðis á 2. hæð á aðalsafni. Heitt kaffi er á könnunni allan daginn og kostar kaffið aðeins 50 kr. Hægt er að kaupa 12 bolla kaffikort á 500 kr.

Lesaðstaða

Stólar og sófar eru á ýmsum stöðum í báðum útibúum Bókasafns Kópavogs. Á 2. og 3. hæð aðalsafns eru lesbásar og góð aðstaða til lestrar. Þó er ekki um sérstök lesherbergi að ræða og því ekki hægt að tryggja algjöra þögn á safninu. á Lindasafni er gott hópvinnuborð miðsvæðis á safninu.

Öllum er velkomið að nota og njóta lesaðstöðunnar á Bókasafni Kópavogs!

Fundarherbergi – Beckmannsstofae

Á 2. hæð aðalsafns er fundar- og vinnuherbergi, Beckmannsstofa, til afnota fyrir einstaklinga og hópa. Hægt er að bóka herbergið allt að 3 klukkustundir á dag og einungis hægt að bóka herbergið viku fram í tímann. Nánari upplýsingar um bókanir má fá á aðalsafni í síma 441 6800.

Fjölnotasalur

Á aðalsafni er fjölnotasalur sem tekur um 60 manns í sæti. Þar er tölva, skjávarpi, sýningartjald, tússtafla, þráðlaus hljóðnemi og hljóðkerfi auk DVD-spilara. Þráðlaust netsamband er í salnum og píanó er til staðar.

Verð á útleigu
Mánudaga til föstudaga
Kl. 09:00-17:00 kr. 2.000 pr. klst.
Mánudaga til fimmtudaga
Kl. 17:00-18:00 kr. 3.000 pr. klst.

Laugardaga
Kl. 11:00-17:00 kr. 3.000 pr. klst.

Nánari upplýsingar um bókanir og leigu má fá á aðalsafni í síma 441 6800.

Sýningarrými

Safnið býður upp á sýningarrými í fjölnotasal á 1. hæð aðalsafns. Aðstaðan er endurgjaldslaus og stendur hver sýning yfir í einn mánuð. Sjá nánar hér.