Hlutverk, markmið og stefna

Hlutverk

Bókasafn Kópavogs er vettvangur bæjarbúa til að hittast, verja tíma með vinum og fjölskyldu og nýta sér fjölbreyttan safnkost. Meginhlutverk safnsins er fyrst og fremst að bjóða Kópavogsbúum og öðrum aðgengi að þekkingu og stuðla að fjölbreyttri, öflugri og skipulagðri menningarstarfsemi– og fræðslu fyrir samfélagið í heild.

Leiðarljós

Bókasafn Kópavogs hefur það að leiðarljósi að vera í fararbroddi almenningsbókasafna í landinu hvað varðar þjónustu, safnkost og búnað.

Framtíðarsýn

Bókasafn Kópavogs sem hluti af Menningarhúsunum í Kópavogi mun festa sig enn frekar í sessi sem hjarta menningarstarfs í Kópavogi með jákvæða ímynd í samfélaginu og trausta stöðu.

Einnig er mikilvægt að safnið nái að þjónusta alla íbúa bæjarfélagsins með markvissari hætti en nú er gert með útibúi í efri byggðum.

Stefna

Stefna Bókasafns Kópavogs 2017-2018.